laugardagur, 12. mars 2016

Mike Conley frá keppni næstu 3-4 vikurnar

Nú er komið í ljós að Mike Conley, leikmaður Memphis Grizzlies, er með hásinabólga og mun því missa af næstu 3-4 vikum.

Þetta er mikill missir fyrir félagið og hann mun líklegast ekki spila meira með liðinu á þessari leiktíð en verður tilbúinn þegar úrslitakeppnin byrjar, sem hefst í apríl nk.


Áföllin halda áfram að dynja á liðið en nú á dögunum missti liðið Mario Chalmers í meiðsli út tímabilið og svo fótbrotnaði Marc Gasol í síðasta mánuði. Þannig liðið er í augnablikinu aðeins með einn leikstjórnanda sem er Briante Weber, en félagið ætlar í dag að semja við Ray McCallum út tímabilið.

Lance Stephenson er þá mjög líklegur að fá margar mínútur á næstunni útaf þessum meiðslum hjá Grizzlies.

Heimild: Chris Mannix á Twitter